Hálfnuð ????????
Rjúpurnar í sveitinni ????
Þetta skotgengur hérna í sveitinni ???? #hexagon #quilt #quilting
Saumað í sveitinni ????
Goodbye Hart of Dixie ????????I will miss you ????

2015-02-17 17:55:35

Hlaupabóla


Silja vinkona sagði við mig um daginn "ertu ekki búin að taka mynd af hlaupabólunni???"

"Uhh nei" segi ég! UHH NEI, ég sem tek myndir af öllu og ég fattaði ekki að taka mynd af hlaupabólunni!!!

Ég var ekki lengi að redda því og skellti nokkrum myndum af barninu. Hann er alls ekki með margar bólur, ekki fleiri en 30. Það eiga nokkrar eftir að springa þannig hann er víst enn smitandi.

Jæja hér kemur myndin....

mynd

 

Viltu tjá þig? [Hlaupabóla] (Enginn hefur sagt orð)


2015-02-17 10:03:01

Hugleðing


Ég var að fletta í gegnum bloggið mitt því að mig vantaði uppskrift af banabrauði sem ég gerði fyrir löngu. Það voru svo margar færslur um handavinnu og uppskriftir og þá fór ég að hugsa hvað ég er orðin löt í pósta á bloggið mitt. Mig langar að vera duglegri því að það er svo gaman að horfa til baka og sjá gamlar færslur.

Ég er meiri segja orðin það löt að það er komin 17 febrúar og ég er enn ekki búin að gera febrúaralbúm...hvað er að gerast með mig!

Ég er líka orðin löt að lesa, mér sem finnst svo gaman að lesa. Ég kenni facebook um, ég er alltaf á facebook....hvaða rugl er það!! Í veikindunum er ég samt búin að taka mig á og minnka facebookið þegar ég er komin upp í rúm, ég frekar les bækur. Ég er sko með bunka af bókum sem mig langar að lesa á náttborðinu mínu.

Ég ætla að sko að massa það núna að blogga, gera handavinnu, baka og elda nýjar uppskriftir og lesa bækur!

.....þetta var svona hugleiðing dagsins þar sem þetta er níundi dagurinn í veikindum á heimilinu!

Þessi sæta mynd af feðgunum er tekin um jólin í Birtunni...one of my favourite

mynd

 

Viltu tjá þig? [Hugleðing] (Enginn hefur sagt orð)


2015-02-13 11:14:40

Veikindabælið


Þetta er nú meira ástandið á þessum heimili!!

Þetta byrjaði aðfaranótt mánudags þegar flensan læddist upp að okkur hérna í Fléttunni.

Ég vaknaði öll í rusli og hringdi mig inn veika! Ég varð einhvernveginn strax veik, ekkert svona smá verkur hér og smá verkur þar heldur bara búmm verkur allstaðar.

Ég gat ekkert, ekki einu sinni hugsað um Aðalstein. Magni sá alveg um hann. Ekki varð ástandið betra á heimilinu þegar búmm Magni lá líka!

Magni skutlaðist með Aðalstein á leikskólann kom heim og var þá með 39 stiga hita. Mamma var svo yndisleg að sækja Aðalstein. Hún kom með heimatilbúin grjónagraut og slátur í leiðinni...mm, mamma kann þetta.

Aðalsteinn er þekktur fyrir að tala mikið og auðvitað sleppti hann ekki úr orði þennan miðvikudag og við foreldrarnir vorum orðin ringluð á öllum þessum orðum. Ég tók mig til og hringdi í Möggu og Simma sem voru svo elskuleg að taka hann yfir nótt. Við hjónin láum saman, töluðum ekki saman heldur hóstuðum saman.

Magga og Simmi komu með Aðalstein eftir leikskóla í gær, sá litli alveg í eiturstuði! Ég skellti honum út á svalir að leika og sá litli vildi síðan fara bara út í garð. Eftir útiveruna var hann blautur þannig ég klæddi hann úr og tók þá eftir bólum á búknum....obbobbobb barnið var komið með hlaupabólu! Úff!

Ég fékk nett taugaáfall, búin að vera frá í viku í vinnu og síðan taka við núna 7-10 dagar í hlaupabólu! Úff!

Sá stutti er ekkert að kippa sér upp við þessa hlaupabólu. Ég settist niður með honum og sagði við hann að núna væri hann með hlaupabólu sem væri ekkert alvarlegt en hann fengi bólur um líkamann og hann mætti alls ekki klóra í þær. Sá litli svaraði þá "en má ég hlaupa" Ég glotti og sagði já auðvitað og þá byrjaði barnið að hlaupa um alla íbúð!

Nóttin gekk vel hjá Aðalsteini við Magni hóstuðum smá. Ég er að koma til en Magni er enn frekar slappur enda er hann 2 dögum á eftir mér í veikindunum.

Í morgun vildi Aðalsteinn horfa á Trölla sem stal jólunum. Ég verð alltaf svo glöð í hjartanu þegar barnið vill horfa á jólamyndir...uppeldið er að takast hjá mér.

Myndin var byrjuð og ég var eitthvað að slæpast um íbúðina og ég lít á Aðalstein og þá heldur hann fyrir augun og ég spyr hann hvort að það sé ekki allt í lagi og þá svarar sá stutti að hann sé bara pínu hræddur við Tröllið....tíhíhíhí mér fannst þetta ekkert smá skondið en auðvitað má ég ekki hlæja af barninu þannig ég bara brosti út í annað og tók upp myndavélina!

Njótið helgarinnar gott fólk, ég ætla allavega að reyna það!

mynd

 

Viltu tjá þig? [Veikindabælið] (2 hafa tjáð sig) [2015-02-14 12:00:33]


2015-02-02 08:09:54

Frekar erfitt.........að vekja þetta sæta krútt á mánudagsmorgni eftir skemmtilega helgi

mynd

 

Viltu tjá þig? [Frekar erfitt....] (Enginn hefur sagt orð)


2015-01-21 20:17:41

UppskriftirFyrir um tveimur árum kynnti Laufey vinkona mér fyrir síðunni Eldhússögur. Ég skoðaði næstum hverja einustu uppskrift á vefnum og gerði margar.

Eftir góða mánuði á þessari síðu datt ég inn á Ljúfmeti og gerði enn fleiri uppskriftir þar.

Núna er ég alveg dolfallinn fyrir síðunni Gulur Rauður Grænn og salt. Mig langar að gera næstum allar uppskriftirnar þar. Á þeirri síðu kom nýlega færsla um 10 hittara ársins.

Mig langar alveg rosalega að gera þessa 10 hittara. Ætlaði mér að gera 10 hittara á Ljúfmeti í fyrr en kláraði það ekki. Það verður spennandi að sjá hvort ég nái að gera þessar 10 uppskriftir á þessu ári.

 

Viltu tjá þig? [Uppskriftir] (1 hefur tjáð sig) [2015-01-21 21:01:04]


2015-01-07 11:04:36

Myndataka fyrir jólakortiðMyndatökur geta oft verið skrautlegar og skemmtilegar og sumar myndir verða alveg gúgu og aðrar gaga en stundum takast alveg nokkrar og þá getur verið erfitt að velja úr. Hérna koma nokkrar myndir úr jólamyndatökunni fyrir jólin 2014.

Þessi mynd er í miklu uppáhaldi. Þessi er ein af þeim fyrstu og við vorum að smella af á fullu þegar Aðalsteinn segir stopp eða pása eins og hann vill frekar nota. Síðan lagaði hann til puttanna sína og gerði þessa skemmtilegu "rokk" mynd af sér og var alveg rosalega stoltur

mynd

Hérna var komin frekar mikill púki í hann

mynd

Þegar ég var 5 ára fór mamma með mig í myndatöku. Ég man alveg svakalega vel eftir þessari myndatöku. Maðurinn vildi að ég gerði nákvæmlega svona stellingu og þóttist vera að kasta bolta til mín. Það sem ég var mest sár út í myndatökumanninn var að hann kastaði síðan aldrei boltanum til mín í lokin. Aðalsteinn fékk þó boltann þegar stellingin og myndin var komin!

mynd

mynd

mynd

mynd

Í lokin langaði mig í mynd af honum í jólanáttfötum. Það gekk alls ekki því að þá vildi hann fara að taka myndir sjálfur!

mynd

 

Viltu tjá þig? [Myndataka fyrir jólakortið] (2 hafa tjáð sig) [2015-01-07 23:07:14]


2015-01-04 21:51:45

Ein mynd á dagVerkefnið ein mynd á dag mun halda áfram 2015. Verkefnið byrjaði 1. janúar 2011 og síðan þá hef ég tekið að minnsta kosti eina mynd af Aðalsteini á dag.

1. janúar 2011

mynd

1. janúar 2012

mynd

1. janúar 2013

mynd

1. janúar 2014

mynd

1. janúar 2015

mynd

 

Viltu tjá þig? [Ein mynd á dag] (Enginn hefur sagt orð)


2015-01-04 12:51:45

Það kom að því...


.....að ég kom mér í það að blogga!

Dagarnir líða svo svakalega hratt og ég gef mér ekki tíma til að setjast fyrir framan tölvuna og skrifa smá...en ég hef samt alltaf tíma til að vera á facebook!! Skrítið!

En allavega þá voru jólin mjög ljúf og góð. Ég ákvað að skrifa ekki annáll þetta árið. Nenni ekki einhverju táraflóði yfir öllu sem hefur gerst á þessu ári. Þetta er búið að vera svo helvíti erfitt ætla ekki að leggja meira á mig í bili!

Aðfangadagur var góður. Feðgarnir fóru í pakkaleiðangur á meðan ég var heima að elda og taka til. Erla frænka kom og var hjá mér í góðan tíma sem var mjög gott og gaman. Um kvöldið kom pabbi, Magga og Simmi og Jóhanna og Magnús. Maturinn var góður og auðvitað alltaf gaman að opna pakkana. Ég gaf Magna ýmislegt í jólagjöf og þar á meðal tequila flösku. Ekki bara hvaða tequila flösku sem er heldur þá dýrustu í ríkinu! Daginn áður hafði Magni farið í ríkið og keypt sér sömu flösku þannig ég var ekki jafn spennt að gefa honum flöskuna! Skammaði hann þegar hann opnaði pakkann og sagði að hann ætti aldrei að kaupa sér hluti korter í jól. Ég held að hann hafi lært smá af þessu. Aðalgjöfin mín var ferð til Dallas sem ég er að fara í mars. Ég ætla þá að heimsækja Karolínu frænku mína, systur mömmu. Hún var að flytja þangað og ég ætla að skella mér ein í frí til hennar. Ég get ekki beðið!!!

Aðalsteinn er svona stór

mynd

Hjálpa Jóhönnu og Magnúsi að opna pakkana

mynd

Eitthvað spennandi að gerast hjá Möggu ömmu

mynd

Afarnir að skoða pakkana með Aðalsteini

mynd

Á jóladag var hið árlega jólaboð hjá mömmu.

Erla, ég og mamma

mynd

Á annan í jólum var hið árlega jólaboð hjá Bigga og Rúnu.

Ásgeir, Aðalsteinn og Birgir

mynd

Þriðja í jólum kíktum við á jólaball með Helgu og co.

Krúttið okkar

mynd

Aðalsteinn og Gunnhildur Una

mynd

Fjölskyldumynd

mynd

Á mánudeginum fór ég í vinnuna. Aðalsteinn átti að koma með mér í vinnuna en hann neitaði. Sagði að hann væri í jólafríi og vildi bara fara í dekur til Hlíf ömmu...sem hann auðvita fékk!

Á gamlárskvöld var önnur veisla. Þá komu pabbi, Magga, Simmi, Jóhanna, Magnús, Kjartan, Andrea og co. Það var rosa fjör og rosa gaman. Mikið sprengt og mikið borðað.

Gamlárskvöld

mynd

Á Nýjarsdag var slappað af og farið út að leika. Aðalsteinn var meiri að segja svo stór að hann var einn úti að leika sér um stund. Ég var auðvitað í glugganum allan tímann þar sem það er gata á milli og ég ætlaði nú ekki að láta hann ganga einan yfir götuna. Um kvöldið var síðan nýjarsboð hjá Freyju og Jóni og þar fengum við ljúffengan kalkún...mmmm.

Aðalsteinn og Hreiðar Freyr

mynd

Ég er búin að setja fullt af myndum inn í bæði Desember 2014 möppuna og einnig Ein mynd á dag 2014.

 

Viltu tjá þig? [Það kom að því...] (3 hafa tjáð sig) [2015-02-14 12:13:19]


2014-12-28 12:09:44

Jólin <3Hver elskar ekki jólin! Það er búið að vera mega næs hjá fjölskyldunni í Flétturimanum þessi jól. Mikil afslöppun og mikið borðað. Alltaf finnst mér þetta líða allt of hratt og ég væri alveg til í að stöðva tímann aðeins....bara aðeins!

Ég er enn að vinna nokkrar myndir frá jólunum, ætla að setja inn myndir vonandi í kvöld frá jólunum okkar.

Njótið dagsins <3


mynd

 

Viltu tjá þig? [Jólin <3] (1 hefur tjáð sig) [2014-12-28 18:00:53]


2014-12-25 09:34:54

Gleðileg jól
mynd

 

Viltu tjá þig? [Gleðileg jól] (Enginn hefur sagt orð)


Næsta síða

2010-04-26 06:42:12

17v2d

2010-04-20 19:58:53

16v3d

2010-04-12 07:59:07

15v2d

2010-04-08 21:33:56

vorlykt í lofti

2010-04-04 13:48:43

14v1d

2010-04-04 11:59:52

Gleðilega páska

2010-04-01 08:17:44

Gleðilegan 1. apríl

2010-03-25 08:00:24

Eftir viku verð ég í páskafríi

2010-03-23 08:23:25

sami grautur í sömu skál

2010-03-04 20:34:10

gefur gæsum mat