Hálfnuð ????????
Rjúpurnar í sveitinni ????
Þetta skotgengur hérna í sveitinni ???? #hexagon #quilt #quilting
Saumað í sveitinni ????
Goodbye Hart of Dixie ????????I will miss you ????
Enginn gerir svo öllum líkiNói Siríus

2015-08-26 18:23:16

BútasaumurEf ég held áfram að vera jafn öflug og ég hef verið í ágúst þá verð ég búin með þetta teppi á no time! Ég á samt alveg helmingin eftir jólamegin og mjög mikið hversdagsmegin...þannig það eru alveg einhver ár eftir.

5. ágúst

mynd

14. ágúst

mynd

23. ágúst

mynd

 

Viltu tjá þig? [Bútasaumur] (1 hefur tjáð sig) [2015-09-12 04:41:08]


2015-08-23 20:39:38

Sumarfrí 2015Ég elska að vera í sumarfríi og ég elska að vera í fríi með Aðalsteininum mínum. Magni var að vinna þetta sumarið þar sem við munum taka langt frí á næsta ári.

Það var lítið planað hjá okkur þetta sumarfrí, ég fékk heiftarlega í bakið þannig ég var hálf skökk í fríinu.

En við fjölskyldan fórum nú samt á Jökulsárlónið og Landmannalaugar sem var alveg æðislegt.

Ég var mjög öflug að sauma og horfa á Dance Mom þetta sumarið. Auðvitað byrjaði ég á Big Brother 17 sem eru raunveruleikaþættir sem eru alltaf sýndir á sumrin og ljúka í september.

Fyrir utan algjöra afslöppun þá fórum við margar sundferðir, margar ferðir í fjölskyldu - og húsdýragarðinn, Árbæjarsafn, í heimsókn til Hlíf Ömmu, sumarbústaðinn, hitta vini og vandamenn og margt margt fleira.

Ég get ekki beðið eftir næsta fríi, það verður öðruvísi og spennandi....en hér koma nokkrar myndir úr fríinu okkar <3


Kristófer Atli, Svanhildur Anna og Aðalsteinn dugleg að leika sér saman

mynd

Við Þuríður fórum með börnin á Árbæjarsafn

mynd

Dagsferðin okkar á Jökulsárlónið, stoppuðum í Reynisfjörunni

mynd

Aðalsteinn fór sína fyrstu ferð í fallturninn með Þorbjörgu og Einari

mynd

Emma, Aðalsteinn og Tómas Andri í lestinni skemmtilegu

mynd

Feðgarnir upp í sumarbústað um verslunarmannahelgina

mynd

Frændurnir saman um verslunarmannahelgina. Aðalsteinn, Ásgeir Valur og Birgir Hrafn

mynd

Aðalsteinn prófaði línuskauta í fyrsta skiptið og honum fannst það æði

mynd

Aðalsteinn fékk að sofa þar sem hann vildi í sumarfríinu, þarna er hann bakvið sófann í stofunni

mynd

Svanhildur og Aðalsteinn fengu varalit

mynd

Aðalsteinn fór aftur og aftur og aftur í fallturninn

mynd

Aðalsteinn hefur nokkur sinnum smakkað candy floss en alltaf sagt ojj en núna sagði hann sko ekki ojj og gleypti flossið í einum bita

mynd

Feðgarnir kíktu á tívolíið í Laugardalnum

mynd 

Viltu tjá þig? [Sumarfrí 2015] (2 hafa tjáð sig) [2015-08-24 14:48:31]


2015-08-22 23:37:07

LandmannalaugarFjölskyldan fór í dagsferð til Landmannalaugar einn fallegan laugardag í sumar. Feðgarnir skelltu sér í heitu laugina og eftir góðan sundsprett fengum við okkur langan göngutúr um svæðið. Aðalsteinn stóð sig eins og hetja og gekk með okkur alla leið. Mesta sportið fannst honum nú samt að fá að keyra yfir stóru ánna. Við tókum fullt af myndum, annað var ekki hægt, svæðið þarna er svo rosalega fallegt og hér eru nokkrar af þeim


mynd

mynd

mynd

mynd

mynd

mynd

mynd

mynd

mynd

mynd

 

Viltu tjá þig? [Landmannalaugar] (1 hefur tjáð sig) [2015-08-23 11:27:58]


2015-07-28 22:22:40

DNA (3)Ég ákvað að taka mér Facebook pásu. Í pásunni áttaði ég mig á því hvað ég eyði virkilega miklum tíma í að vafra um á þessari síðu. Ég náði að lesa meira, sauma meira og sinna heimilinu mun betur, fór meiri að segja að baka. Bakaði ekki eina köku heldur þrjár tegundir á einu kvöldi.

Á aðeins viku las ég bókina DNA eftir Yrsu Sigurðardóttur. Ég er búin að lesa allar bækurnar hennar Yrsu og ég verð að segja að þessi bók finnst mér verst. Bókin var ekkert spennandi. Ég gat alltaf látið hana frá mér hvenær sem er, meiri að segja inní miðjum kafla. Þegar bókin var búin þá fannst mér bara plottið lélegt. Annaðhvort er ég orðin leið á henni eða hún ætti að eyða meiri púðri í bækurnar sínar....sorry Yrsa!

http://image.ebaekur.is/4/1333267/2/389/577/2/635518966830070000.jpg

 

Viltu tjá þig? [DNA (3)] (1 hefur tjáð sig) [2015-07-29 00:28:54]


2015-07-22 09:20:47

JökulsárlóniðSíðasta laugardag ákváðum við að skella okkur í dagsferð á Jökulsárlónið.

Dagurinn var æðislegur. Ferðin gekk mjög vel og Aðalsteinn stóð sig eins og hetja.

Við skoðuðum nokkra staði á leiðinni og tókum skemmtilegar myndir.

Hér koma nokkrar myndir úr ferðinni.

Seljalandsfoss

mynd

Aðalsteinn við Jökulsárlónið

mynd

Magni við Jökulsárlónið

mynd

Ég við Jökulsárlónið

mynd

Við fórum út á lónið

mynd

Brr kalt

mynd

Stoppuðum hjá Gullu frænku og Helga frænka var í heimsókn

mynd

Reynisfjara

mynd

Reynisfjara

mynd

Skessudrangur

mynd

Aðalsteinn að klifra

mynd

 

Viltu tjá þig? [Jökulsárlónið] (Enginn hefur sagt orð)


2015-07-11 22:30:49

15 ára teppið - Júlí 2015Árið 2008 ákvað ég að ráðast í stórt verkefni. Verkefnið fólst í því að gera rúmteppi á hjónarúmið sem eru með tvær hliðar. Jóla einu megin og hversdags hinu megin.

Ég fékk þessa hugmynd frá Sigrúnu systur sem bjó sér til þannig teppi.

Þar sem ég ákvað að gera teppið allt í höndunum gaf ég mér 15 ár að ljúka þessu verkefni.

Í dag eru liðin 7 ár síðan ég byrjaði. Ég er náttúrulega með sauma athyglisbrest sem felur í sér að ég ana úr öðru í annað og er alltaf að hugsa um verkefni sem ég get byrjað á að gera.

Fyrir um 3 vikum sá ég fram á það að ég var alveg að verða búin að gera allar dúllurnar jólamegin sem þýddi það að ég gæti þá byrjað að tengja saman. Ég fór því á fullt span að klára þessar dúllur.

Ég hringdi í mömmu, boðaði hana á bútasaumshitting þar sem það er alltaf gott að hafa einhvern með sér þegar verið er að raða upp teppinu.

Þegar allar dúllurnar voru komnar, mamma komin í hús þá var ekki annað að gera en að byrja að raða saman.

Dúllurnar tilbúnar

mynd

Mamma að púsla saman

mynd

Mamma í miðjunni

mynd

Svona verður teppið saumað saman

mynd

Efnið sem tengir allt saman

mynd

Jólamegin

mynd

 

Viltu tjá þig? [15 ára teppið - Júlí 2015] (3 hafa tjáð sig) [2015-08-18 12:09:11]


2015-06-29 23:04:11

Júní - Uppáhaldsmyndir


Vinirnir Dagur Kári og Aðalsteinn í Spiderman leik

mynd

Síðasti fimleikatíminn í vetur

mynd

Aðalsteinn vildi taka hjálpardekkin af 9. júní og hjólaði eins og vindurinn

mynd

Feðgarnir tjölduðu í Hjarðahól

mynd

Fjölskyldudagur

mynd

17. júní

mynd

Kókosbolluát

mynd

Aðalsteinn fékk að prófa að fara í fötunum í bað

mynd

Pottaferð

mynd

Náttúruskoðun

mynd

Dýfa tánum í Þingvallavatn

mynd

Emma og Aðalsteinn í Húsdýragarðinum

mynd

Aðalsteinn, Gunnhildur Una og Krummi

mynd

Einar, Aðalsteinn og Emma

mynd

Grilla sykurpúða

mynd

Sumarmynd

mynd


 

Viltu tjá þig? [Júní - Uppáhaldsmyndir] (Enginn hefur sagt orð)


2015-06-29 20:57:12

Maí - Uppáhaldsmyndir

Hér koma nokkrar uppáhalds myndir fyrir maí 2015

Magni kom heim frá USA með Captain America dót handa Aðalsteini, sá stutti var mjög ánægður

mynd

Magni keypti líka Turtles dót sem vakti mikla lukku

mynd

Aðalsteinn elskar að fara út að hjóla og við foreldrarnir erum dugleg að æfa strákinn á hjólinu

mynd

Þessi mynd er bara of krúttleg

mynd

Gunnhildur Una og Aðalsteinn 4 ára og 8 mánaða

mynd

mynd

mynd

Gunnhildur Una málaði Aðalstein

mynd

Við mamma kíktum í Húsdýragarðinn

mynd

Mamma og mumu

mynd

Eurovision partý

mynd

Eurovision partý

mynd

Heimsókn í Hjarðarhól

mynd

Heimsókn í Afakot

mynd

Aðalsteinn að veiða fiska

mynd

Kyssa pabba

mynd

Vinirnir Aðalsteinn og Kjartan Óli á fótboltaæfingu

mynd

 

Viltu tjá þig? [Maí - Uppáhaldsmyndir] (1 hefur tjáð sig) [2015-06-29 21:19:48]


2015-06-16 21:17:31

FjölskyldumyndKrúttleg fjölskyldumynd tekin af okkur í leikskólanum hjá Aðalsteini <3


mynd

 

Viltu tjá þig? [Fjölskyldumynd] (1 hefur tjáð sig) [2015-06-21 13:36:28]


2015-06-07 23:28:12

Af hverju............get ég ekki einbeitt mér að einu handavinnuverkefni í einu?

Ekta kvöld hjá mér er þannig að ég tek upp einhverja handavinnu, byrja, sauma í 30 mínútur og fer síðan að hugsa um það næsta sem ég gæti byrjað á að gera sem er yfirleitt eitthvað nýtt en ekki eitthvað sem ég ætti að klára!

Í handavinnutöskunni minni eru nokkur ókláruð verkefni.....

Verkefni #1

Peysa sem ég byrjaði að gera í vetur sem er ætluð mér! Peysan gengur ágætlega, er næstum búin með bolinn og næstum báðar ermarnar. Ég er eitthvað stressuð að fara að gera munstrið þar sem það þarf að fiffa það til. En mikið hlakka ég til að klára hana og byrjað að nota!

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xfp1/v/t1.0-9/11052399_10152862325306028_5117693237820084485_n.jpg?oh=f7f91d37b8b945a9879c8c304b5ba322&oe=55F63D80

Verkefni #2

Krosssaumspúði sem ég byrjaði á fyrir löngu löngu, er ekki búin að taka þessa handavinnu upp síðan í fyrra sumar...skammast mín svakalega fyrir að segja það!

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xfa1/v/t1.0-9/10552441_10152289699486028_1510804538649069422_n.jpg?oh=e78dd1693da48c5d09eda9778d810f27&oe=56006066

Verkefni #3

15 ára teppið mitt mallast, læt það samt oft sitja á hakanum! Er samt pínu spennt núna útaf ég er að sjá fyrir mér að ég geti farið að tengja jólamegin.

/photo.php?id=13451&w=1050&h=750&q=75&r=0

Verkefni #4

Ég er að æfa mig að hekla. Mig langar að vera betri, mig langar að kunna meira og mig langar að skilja uppskriftir. Er búin að vera að fjöldaframleiða smekki og tuskur því að það er auðvelt.....langar að gera flóknara hekl.

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xft1/v/t1.0-9/11406959_10152989388336028_1251757870356403312_n.jpg?oh=002765d087f93c9572322316db3f3483&oe=55F28536

Ég gæti haft þessa færslu endalausa. Á milli þess sem ég er að gera þetta þá er ég oft að gera jólaóróa, páskaóróa, prjóna vetttlinga, húfur (langar að læra að prjóna sokka), flónelkodda, leggings og síðan er ég byrjuð á nokkrum barnateppum (hexagon) sem eru ekki komin mjög langt!

Langaði bara að koma þessu frá mér....kannski bara til þess að ég haldi mér við efnið og klári nú kannski eitthvað af þessu áður en ég byrja á nýju....eða hvað?

 

Viltu tjá þig? [Af hverju.......] (1 hefur tjáð sig) [2015-06-21 13:53:56]


Næsta síða

2010-07-12 08:27:47

28 v 2d

2010-07-10 07:45:17

5 vinnudagar eftir!!!

2010-07-08 08:14:49

Styttist í sumarfríííí

2010-07-07 08:25:29

27v 4d

2010-06-29 08:11:16

26v 3d

2010-06-24 07:20:32

100 dagar!

2010-06-22 20:44:12

25v 3d

2010-06-14 20:55:57

24v 2d

2010-06-11 08:35:44

Magni kemur heim eftir 2 daga:)

2010-06-10 20:26:33

23v 5d